Heilsan byrjar í munninum

Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir á Brosinu, Heilsuklíník.
Diplomate of the American Board of Dental Sleep Medicine.

Heilbrigður munnur, heilbrigður líkami

Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir

Með því að hlúa að munnheilsunni ertu ekki bara að vernda tennurnar þínar – þú ert að draga úr bólgum, bæta efnaskiptaheilbrigði og verja hjarta þitt, heila og lífslengd.

Þetta snýst ekki bara um fallegt bros, heldur um að eldast vel og reyna að auka líkurnar á lífi lausu við langvinna sjúkdóma.

Heilsa snýst um daglegar venjur
Lykilinn að heilsu og heilbrigði er að finna í góðum svefni og daglegum venjum. Góð heilsa snýst líka um forvarnir og fyrirhyggju. Það að velja venjur, mat, bætiefni og hreyfingu er það sem gerir okkur gott.

Blæðandi tannhold er alvarlegt líkamlegt vandamál með víðtæk áhrif
Heilbrigt tannhold virkar eins og varnarlína, sem hindrar að skaðlegar bakteríur og eiturefni komist inn í blóðrásina. Bólgið og blæðandi tannhold veikir þessa vörn sem gerir bakteríum og bólgumiðlum kleift að dreifa sér um líkamann og stuðla að sjúkdómum sem hugsanlega geta valdið tjóni og sjúkdómum eins og:

Hjarta-og æðasjúkdómum (hjartaáfall, heilablóðfall)
Alzheimer og heilabilun
Sykursýki
Iktsýki
Fyrirburafæðingu og lítilli fæðingarþyngd

Við burstum okkur ekki frá vondu mataræði


Hér á eftir ætla ég að deila með ykkur mínum venjum og af hverju ég vel þær fyrir mig. 


Nota munnsköfu á hverjum morgni
Bursta gjarnan með nano hydroxíðapatít tannkremi

Nota Dr Tung’s tannþráð

Nota rafmagnstannburstann frá BOKA eða mjúkan tannbursta frá Curaprox

Hámarka gæði svefns með því að:
Sofa með munnplástur og eyrnatappa
Sofa með næturgóm sem styður við neðri kjálka og passar að hann falli ekki aftur; það hjálpar mér að hafa áhrif á stærð öndunarvegar og hefur þannig áhrif á svefninn og gnístur
Hreyfi mig
Tek magnesium fyrir svefninn
Ef ég er með skjátíma klukkutíma fyrir svefn nota ég blue light gleraugu
Hef rútínu á svefntíma; stöðugleiki býr til sterkari líkamsklukku

Ég borða litríka fæðu, fæðu sem eykur köfnunarefnisoxíð (NO), til dæmis rauðrófur, klettasalat, spínat, dökkt súkkulaði. Köfnunarefnisoxíð (NO) er nauðsynlegt fyrir blóðflæði, heilastarfsemi og súrefnisupptöku

Ég get fylgst með áhrifum mataræðis og hreyfingar á NO-styrk og sýrustig munns með prufustrimlum; þeir gefa skjót viðbrögð um hvernig mataræði og lífsstílsbreytingar hafa áhrif á NO framleiðslu líkamans

Tek bætiefni daglega:
Magnesíum (fyrir svefn, vöðvabata og streitustjórnun)
D-vítamín + K2 (nauðsynlegt fyrir bein, hjarta og ónæmiskerfi)
Fjölvítamín (ríkt af B12, járni og kopar)
C-vítamín (andoxunarefni og mikilvægt fyrir heilbrigði tannholds)
Omega 3 fitusýrur (bólgueyðandi)

Allt fyrir tannheilsuna

Tannheilsa

ALLT FYRIR SVEFNINN

Svefn